Verkefnið „stafræn samfélög“

Þekkingarsetrið vinnur um þessar mundir að evrópsku samstarfsverkefni sem gengur út á að þróa kennsluefni fyrir eldri borgara til að fóta sig í hinum stafræna heimi.

Samstarfsaðilar okkar sex koma frá fimm Evrópulöndum og hafa þegar greint rafræna þjónustu í hverju landi sem gagnast getur eldri borgurum á landsbyggðinni. Í verkefninu felst einnig þróun hæfniþjálfunar á sviði stafrænnar tækni og þróun verkfæra á sama sviði fyrir eldra fólk. Samstarfsverkefninu er ætlað að efla leiðbeinendur í heimabyggð til að styðja við stafræna hæfni eldri borgara.

„Við erum að greina fræðsluþörf eldri borgara, og búin að leggja fyrir þau könnun. Markmiðið er að búa til kennsluefni fyrir þennan hóp til þess að bjarga sér í stafrænum heimi. Með rafræn skilríki og ýmislegt. Þegar þetta verður tilbúið þá verða þetta stutt kennslumyndbönd, raundæmi um hvernig á að bera sig að í stafræna heiminum,“

MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ

• efla stafræna færni eldri borgara og sjálfsöryggi þeirra við notkun verkfæra á vefnum til að bæta heilsu og auka lífsgæði

• veita leiðbeiningar, skref fyrir skref, um hvernig eigi að fá aðgang að og nota opinbera þjónustu á vefnum

• þróa færni leiðbeinenda í heimabyggð til að veita þjálfun og stuðning við notkun aldraðra á stafrænni tækni

• efla tengslanet og samheldni innan samfélagsins

Þá verða búnir til vegvísar sem veita upplýsingar um rafræna opinbera þjónustu á Íslandi, Spáni, í Búlgaríu og Svíþjóð.
Kennsluefni verður í formi teiknaðra myndskeiða sem byggð eru á raunverulegum aðstæðum og þörfum eldra fólks. Farið er yfir hvar og hvernig er hægt að nálgast þjónustu á vefnum.

Einnig verður útbúin sérstök handbók fyrir leiðbeinendur á sviði stafrænnar hæfni í samfélaginu, með aðferðum, verkfærum og dæmum.
Handbókin mun nýtast við þróun færni leiðbeinenda  til að veita öldruðum stafræna hæfniþjálfun og stuðning.

\"\"

Hér má nálgast þriðja fréttabréf verkefnisins sem fjallar nánar um verkþáttinn sem nú er í vinnslu.

 

Verkefnið er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB