Á döfinni

December 2024
No event found!
Load More

Date

12 Dec 2024

Time

09:00 - 15:00

AugnablikMoments

Verið hjartanlega velkomin á sýningu Lísu Þorsteinsdóttur í Svavarssafni þar sem málverk hennar og skúlptúrar endurvekja landslag, fólk og dýr.
Lísa er frá Vestmannaeyjum en flutti til Hornafjarðar með fjölskyldu sinni árið 1973 eftir að eldgos breytti lífi þeirra. Hún hefur síðan búið sér heimili á Höfn og sótt innblástur í náttúrufegurðina í kring. Lísa hóf listgöngu sína árið 1995 og er þekkt fyrir kyrrlátar vatnslitamyndir sem endurspegla frið og ró Hornafjarðar.
Málverkin fanga rólegar stundir sem miðla djúpri tengingu hennar við náttúruna og samfélag, skúlptúrarnir koma með hreyfinguna og saman mynda verkin hennar upplífgandi og yfirvegaða sýningu.
Komdu með okkur á sýninguna og upplifðu list Lísu þar sem hvert verk segir sögu um fegurð og seiglu Hornafjarðar.

Sýningarstjóri er Hanna Dís Whitehead.
– English –
Welcome to Lísa Þorsteinsdóttir’s exhibition at Svavarssafn, where her paintings and sculptures evoke landscapes, people, and animals.
Originally from the Westman Islands, Lísa moved to Hornafjörður with her family in 1973 after a volcanic eruption altered their lives. She has since made her home in Höfn, drawing inspiration from the surrounding natural beauty. Lísa began her artistic journey in 1995 and is known for her serene watercolours that reflect the peace and tranquility of Hornafjörður.
Her work captures quiet moments that convey her deep connection to nature and community, with sculptures that bring her paintings to life in a unique, immersive way.
Please join us to this remarkable exhibition and experience Lísa’s art, where each piece tells a story of Hornafjörður’s beauty and resilience.

Curator is Hanna Dís Whitehead.