Frumkvöðla- og einyrkjakaffi
Nýsköpunarnet Hornafjarðar býður í einyrkja- og frumkvöðlakaffi!
Nýsköpunarnet Hornafjarðar er stoðþjónusta nýsköpunar í Sveitarfélaginu Hornafirði og til þess gert að veita aðgengilega og góða þjónustu við íbúa svæðisins sem eru í hverskyns frumkvöðla- og nýsköpunarpælingum!
Svo er Einyrkja- og frumkvöðlakaffi bara góð hugmynd fyrir þá sem vinna einir og langar að taka kaffispjall í góðum hópi!
Heitt á könnunni og bakkelsi kl.10 á fimmtudaginn á bókasafninu.
Allir velkomnir!