Á döfinni

October 2024
No event found!
Load More

Date

12 Sep 2024
Expired!

Time

15:00 - 17:00

Frumkvöðladagur í Hornafirði

Þann 12. september kl. 15:00-17:00 býður Nýsköpunarnet Hornafjarðar öllum íbúum að taka þátt í spennandi frumkvöðladegi. Viðburðurinn byrjar í Vöruhúsinu og síðan göngum við saman um bæinn og kíkjum í heimsókn til ýmissa frumkvöðla. Gestir munu fá tækifæri til að kynnast frumkvöðlum á svæðinu og sjá hvernig hugmyndir þeirra hafa orðið að veruleika.

Gestir fá kynningar frá þeim frumkvöðlum sem við heimsækjum, þar á meðal verða Ómar Frans, einyrkjar í Miklagarði og Horn brugghús. Á meðan á heimsókninni stendur verður boðið upp á léttar veitingar í Vöruhúsinu, smakk hjá Ómari Frans og bjórsmakk hjá Horn brugghús. Eftir að hafa skoðað og fræðst um verkefni frumkvöðlanna verður boðið upp á Happy Hour á Heppu til að enda daginn með léttum og skemmtilegum hætti.

Sama hvort þú ert forvitin um frumkvöðlastarf, vilt styðja við heimafólk eða einfaldlega vilt eiga frábæran dag þá vilja Nýheimar Þekkingarsetur hvetja alla til að mæta og taka þátt í þessum frábæra viðburði.

Öll hjartanlega velkomin!