Umhverfisdagur Nýheima

Hinn árlegi umhverfisdagur Nýheima var í dag og eins og alltaf var mikið fjör. Í dásamlegu veðri tóku nemendur og starfsfólk til hendinni og hreinsuðu umhverfi hússins. Einnig var tækifærið nýtt til þess að sauma nokkra poka fyrir pokastöðina á Höfn. Í hádeginu var svo sameiginlegt grill með okkar góðu grönnum í Ráðhúsi Hornafjarðar.

Nýr verkefnastjóri hjá Þekkingarsetrinu Nýheimum

[siteorigin_widget class=\”SiteOrigin_Widget_Image_Widget\”][/siteorigin_widget] Kristín Vala Þrastardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra hjá Þekkingarsetrinu Nýheimum. Kristin Vala er með BA próf í spænsku með ferðamálafræði sem aukagrein, þá lýkur hún brátt meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Kristín Vala kemur frá Hafnarfirði en hefur verið búsett á Hornafirði síðastliðin sex ár, starfaði hún áður á […]