Samstarfssamningur undirritaður

Samstarfssamningur milli Nýheima þekkingarseturs og Þekkingarnets Þingeyinga var undirritaður í Nýheimum í gær. Megin markmið samningsins er að auka samvinnu stofnananna á breiðum grundvelli. Sér í lagi að auka samstarf stofnananna um ýmis verkefni og rannsóknir með áherslu á svæðisbundnar aðstæður og byggðamál.  

Uppbyggingarstjóður Suðurlands – opið fyrir umsóknir

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa til umsóknar styrki úr uppbyggingarsjóði Suðurlands. Sjóðurinn er samkeppnissjóður með það markmið að styðja við fjölbreytt verkefni á svæðinu. Horft er sérstaklega til verkefna sem efla fjölbreytileika atvinnulífsis, eru atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi, efla menningarstarf og listsköpum eða styðja við jákvæða samfélagsþróun á suðurlandi.  Umsóknafrestur í uppbyggingarsjóð er 16. október 2017.  Viljum við hvetja áhugasama til að hafa samband við Guðrúnu ráðgjafa á vegum SASS og verkefnastjóra í Nýheimum.  Frekari upplýsingar á heimasíðu SASS.

Allt frá byggðamálum til bankabasls

Árleg ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði sem haldin hefur verið víðsvegar um landið verður nú í Nýheimum á Höfn dagana 13. og 14. október. Á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri til að hlýða á fjölda fræðimanna kynna rannsóknir sínar á hinum ýmsu málefnum þjóðfélagsins. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt; menntun, trú, byggðaþróun, ferðaþjónusta og hnattvæðing eru aðeins nokkur dæmi um viðfangsefni erindanna sem flutt verða. Gísli […]