11. ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn í Nýheimum í gær, fimmtudaginn 18. apríl.
Dr. Lilja Jóhannesdóttir, nýr formaður stjórnar setursins var fundarstjóri, Steinunn Hödd Harðardóttir, fráfarandi formaður flutti skýrslu stjórnar, Hugrún Harpa, forstöðumaður setursins, sagði frá starfsemi setursins á árinu, helstu verkefnum auk þess hún kynnti ársreikning 2023.
Verkefnastjóri setursins, Kristín Vala, flutti erindi um nýtt verkefni setursins, HeimaHöfn. Verkefnið felur í sér þróun á verkferlum og þjónustu sem ætlað er að styrkja byggðafestu ungmenna, kveikja áhuga þeirra á fjölbreyttum störfum, nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem og að virkja samfélagið til samtals um framtíðarmöguleikana á Suðausturlandi. Miklar og líflegar umræður sköpuðust í kjölfarið.