Stafræn hæfni og færni samfélaga á landsbyggðinni

Nýheimar Þekkingarsetur tekur þátt í verkefninu Digital skills and competences of local communities in rural areas sem á íslensku gæti útlagst sem Stafræn hæfni og færni samfélaga á landsbyggðinni. Í daglegu tali gengur verkefnið undir heitinu Stafræn samfélög. Verkefnið er unnið í samstarfi sex aðila sem koma frá fimm Evrópulöndum, þ.e. Búlgaríu, Hollandi, Svíþjóð, Spáni og Íslandi en þátttakendur frá Íslandi eru tveir, Nýheimar þekkingarsetur og Þekkingarnet Þingeyinga. Nýheimar þekkingarsetur sóttu um verkefnið fyrir hönd hópsins og er verkefnastjóri þess.

Kynningarefni Stafræn samfélög

Verkefnið snýst um að þróa stafræna færni íbúa í sveitarfélögum á landsbyggðinni og í dreifbýli. Áhersla verður lögð á eldri borgara í þessu samhengi ásamt sjálfboðaliðum, leiðbeinendum og umönnunaraðilum eldri borgara. Fyrirhugað er að greina hvað þarf til þess að aldraðir einstaklingar geti nýtt mismunandi opinbera þjónustu á veraldarvefnum og lagað sig þannig betur að hinum stafræna heimi. Þannig megi efla sjálfstraust í notkun internetsins sem getur bætt lífsgæði þar sem þjónusta er í síauknum mæli á vefnum. Að greiningunni lokinni verður þróað sýndarstoðtæki fyrir stafræna þátttöku aldraðra, t.d. myndbönd, út frá raunverulegum dæmum úr lífi aldraðra. Afurðirnar verða í framhaldinu kynntar fyrir umönnunaraðilum eldri borgara og þeim kennt að nýta efnið til að veita skjólstæðingum sínum kennslu, stuðning og hvata.

Verkefnið skiptist niður í þrjá verkhluta sem á ensku kallast „intellectual outputs“

  • io1: úttekt á opinberri þjónustu á netinu í þátttökulöndunum og hvaða færni þarf til þess að nýta sér hana
  • io2: þróun á sýndaraðstoð fyrir stafræna þátttöku eldri borgara
  • io3: handbók fyrir leiðbeinendur og umönnunaraðila eldri borgara um sýndaraðstoð

Samtals í öllum löndunum munu 75 eldri borgarar njóta góðs af verkefninu. 32 leiðbeinendur og umönnunaraðilar í sveitarfélögunum verða þjálfaðir. 100 fulltrúar markhópa og hagsmunaaðilar munu taka þátt í rannsóknum. 12 einstaklingar sem sinna fullorðins fræðslu munum koma að því að meta niðurstöður verkefnisins.

HANDBÓK (pdf) 

Handbók (styttri útgáfa) (pdf)

Leiðbeiningar og kennsluefni

 

Vefsíða Stafrænna samfélaga er á fimm tungumálum: http://www.digital-communities.eu/

Meðfylgjandi eru fréttabréf verkefnisins:

  fréttabr1          fréttabréf 2 mynd                  

Digital communities newsletters are available here in English: Newsletter 1 | Newsletter 2 | Newsletter 3 | Newsletter 4

Digital communities leaflet in English is here.

Digital communities IO3 Handbook  IO3 HANDBOOK

Verkefnastjórar Stafrænna samfélaga fyrir hönd Nýheima Þekkingarseturs eru Hugrún Harpa (hugrunharpa@nyheimar.is) og Kristín Vala (kristinvala@nyheimar.is)

Digital Communities | Facebook