Setrið er þátttakandi í verkefninu „SUSTAIN IT: Sustainable Tourism Innovative Training“ “ sem er tveggja ára verkefni styrkt af Erasmus+. Þátttakendur í SUSTAIN IT verkefninu eru átta talsins og koma frá sex Evrópulöndum: Belgíu, Kýpur, Ítalíu, Íslandi, Írlandi og Spáni. Verkefnastjórnun er í höndum samstarfsaðila Nýheima Þekkingarseturs á Húsavík, Þekkingarneti Þingeyinga.
Verkefnið miðar að því að skapa markvissar aðferðir til þjálfunar starfsfólks og rekstraraðila í ferðaþjónustu þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Þjálfunin fer fram sem bein kennsla eða yfirfærsla á þekkingu, en einnig á stafrænu formi með þeim veflæga gagnagrunni sem verkefnið skapar. Markhópurinn eru núverandi og mögulegir aðilar í ferðaþjónustu og markmiðið að bæta samkeppnishæfni þeirra og þekkingu.
Áhersla er lögð á að fræðslan verði aðgengileg, auðskilin og nýtist vel einyrkjum og smærri ferðaþjónustuaðilum. Unnið hefur verið að því að kortleggja stöðu sjálfbærrar þróunar í ferðaþjónustu í hverju landi fyrir sig. Að því loknu voru áherslur námsefnisins skilgreindar út frá niðurstöðum greiningarinnar. Þá var námsefnið hannað og þýtt á tungumál allra þátttakenda. Árið 2020 verður námsefnið prófað og lokið við hönnun þess.
Heimasíða verkefnisins er http://www.sustainit.eu/
Verkefnastjóri var Sandra Björg