Rannsókn á þolmörkum Breiðamerkursands

Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022.   Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Lögð verður áhersla á fjögur svæði […]

Löggæsla og samfélagið – Löggæsla í dreifbýli 

Nýheimar þekkingarsetur vill vekja athygli áhugasamra á ráðstefnu um löggæslu og samfélagið sem haldin verður miðvikudaginn 21. febrúar í Háskólanum á Akureyri. Á vef Háskóla Akureyrar segir um ráðstefnuna: Þema þessarar fyrstu ráðstefnu er löggæsla í dreifbýli. Alla jafna eru færri afbrot framin í dreifbýli en þéttbýli og endurspeglast þessi staðreynd í þeirri friðsælu hugsýn […]