Á döfinni

October 2024
November 2024
No event found!
Load More

Date

21 Jun 2024
Expired!

Time

17:00 - 19:00

Botnar í blómaskrúð – fræðsluganga á degi hinna villtu blóma

Náttúrustofa Suðausturlands, Ungmennafélagið ÁS og Vatnajökulsþjóðgarður ætla að skipuleggja fræðslugöngu í Botnum í Skaftárhreppi í tilefni Dags hinna villtu blóma.
Röltum saman á mörkum tveggja hraunbreiða. Veltum fyrir okkur
sögunni, eldinum og lindunum. Með í för verða einnig ýmsir smávinir fagrir sem við fáum að kynnast. Smásjár á staðnum fyrir börn (og fullorðna) til að skoða lífríkið.
Dagur hinna villtu blóma er árlegur Norrænn viðburður þar sem boðið er upp á plöntuskoðunarferðir. Dagurinn er í reynd þann 16. júní en við ákváðum að halda upp á hann föstudaginn 21. júní og sameina skemmtigöngum sem Ungmennafélagið ÁS stendur fyrir á föstudögum í sumar.
Við söfnumst saman á hlaðinu við Botna kl 17:00 föstudaginn 21. júní. Gangan tekur um klukkustund og Vatnajökulsþjóðgarður býður upp á kaffi að henni lokinni.
Athugið að ekið er að Botnum frá Þjóðvegi 1
Við hlökkum til að sjá ykkur í Botnum og þökkum Kjartani Ólafssyni fyrir að veita okkur leyfi fyrir göngunni.