Á döfinni

June 2029
No event found!

Date

13 Sep 2023
Expired!

Time

20:00 - 21:00

Samskipti með Eddu Björgvins

Eddu Björgvins þarf ekki að kynna en hún hefur undanfarin ár helgað sig húmor, hamingju og heilbrigðum samskiptum!
Hún var bókuð til okkar á Höfn í tengslum við átaksmánuðinn um stjórnarhætti sem haldinn var í maí en vegna forfalla í flugþjónustu þurfti að finna nýja tímasetningu eftir sumarið.
Starfsmenn allra stofnana völdu sér áherslur og verkefni tengd stjórnsýslu en helstu þemu þeirra eru samskipti, upplýsingagjöf og verkferlar.
Samskipti að hætti Eddu Björgvins eru því skemmtileg viðbót í verkefnið en Edda verður einnig með erindi fyrir alla starfsmenn sveitarfélagsins um samskipti á vinnustaðnum fyrr sama dag.
Skemmtilegt og áhugavert erindi í Nýheimum miðvikudaginn 13. september kl.20:
HÚMOR OG AÐRIR STYRKLEIKAR
Vitum við hverjir styrkleikar okkar eru og hvað drífur okkur áfram?
Með því að þekkja styrkleika okkar og nota þá á uppbyggilegan hátt getum við fengið mun meira út úr lífinu.
Rannsóknir sýna að þeir sem eru meðvitaðir um styrkleika sína og nýta þá á hverjum degi tengjast betur, eru orkumeiri, upplifa minni streitu og eru líklegri til að ná markmiðum sínum. Einnig eru þeir hamingjusamari og upplifa mun betri lífsgæði almennt.
Þeir sem þekkja vel sína eigin styrkleika eiga auðveldara með að skapa gott andrúmsloft, leiða fólk saman og örva gleði og kærleiksrík samskipti. Húmor er einn af hamingjuaukandi styrkleikum og er einstaklega öflugt samskiptatæki sem hefur fjölmargar ólíkar hliðar.
Öll hvött til að nýta tækifærið og mæta á þessa skemmtilegu uppákomu! ❤