Starfastefnumót í Hornafirði

Í haust verður haldið Starfastefnumót í Hornafirði. Fyrirmynd stefnumótsins er Starfamessa sem haldin var á Suðurlandi síðastliðið vor. Þangað sótti fjöldi ungmenna, meðal annars frá Hornafirði. Messan þótti takast vel og í framhaldinu var ákveðið að standa fyrir samskonar viðburði hér í Hornafirði. Ætlunin er að standa fyrir persónulegri og lifandi kynningu fyrir íbúa á […]

Háskólakynning í Nýheimum

Þann 15. mars frá kl. 10:00 – 11:30 er Háskóladagurinn í Nýheimum. Þar fer fram kynning á öllu háskólanámi á Íslandi. Allir velkomnir og þeir sem hyggja á nám eru sérstaklega hvattir til að koma og kynna sér námsframboð.  

Vertu þú sjálfur

Um þessar mundir stendur yfir námskeið í Nýheimum sem nefnist Vertu þú sjálfur. Það er ætlað ungmennum á grunn- og framhaldsskólastigi sem vilja öðlast sjálfstraust til að stíga fram, taka til máls, fara út fyrir kassann og vera það sjálft. Námskeiðið er liður í verkefni sem kallast LUV: Lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni. Verkefnið á […]