Jólapróf háskólanema

Nýheimar þekkingarsetur hóf nýverið að þjónusta háskólanema með lestraraðstöðu og umsjón fjarprófa. Nú er fyrstu prófatíð Nýheima þekkingarseturs lokið og tóku 20 nemar alls 44 lokapróf. Flestir nemanna stunda fjarnám frá Háskóla Íslands eða Háskóla Akureyrar en einnig nutu Hornfirðingar sem stunda staðarnám þess að komast fyrr heim og taka sín próf í Nýheimum.    Prófatörnin gekk vel fyrir sig og voru tekin sjö próf samdægurs þegar mest var. Strax í byrjun janúar halda prófin áfram þegar sjúkra- og upptökupróf HÍ og HA fara fram. Þeir nemar sem áhuga hafa á að taka í framtíðinni sín próf í Nýheimum er bent á að skrá […]

Nýheimar þekkingarsetur hefur tekið við þjónustu við háskólanemendur

Undanfarin misseri hefur Háskólafélag Suðurlands í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands veitt háskólanemum á Hornafirði þjónustu í tengslum við próftöku og aðgang að lesaðstöðu í Nýheimum. Á fundum stjórna Háskólafélags Suðurlands og Nýheima Þekkingarseturs í október var ákveðið að Nýheimar Þekkingarsetur muni framvegis þjónusta háskólanema á Hornafirði. Háskólafélagið mun áfram vera aðili að Nýheimum þekkingarsetri og […]

Mannöld

Síðastliðna helgi var ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði haldin í Nýheimum. Í heimsókn til okkar kom fjöldi fræðafólks til að flytja fjölbreytt og áhugaverð erindi um verkefni sín og rannsóknir. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna og sömuleiðis viljum við þakka heimamönnum sem nýttu tækifærið og sóttu ráðstefnuna.

Allir velkomnir í Nýheima um helgina

Nú er loks komið að 11. ráðstefnunni um íslenska þjóðfélagsfræði sem búið er að bíða með mikilli eftirvæntingu síðan snemma árs. Tæplega 40 glæsilegir fyrirlestrar eru á dagskrá föstudag og laugardag í Nýheimum. Allir eru velkomnir, frítt er á viðburðinn og skráning óþörf. Hér má finna dagskrá  Hér má finna ágripahefti  

Dagskrá ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði

Nú gefst Hornfirðingum einstakt tækifæri til að hlýða á fjölda erinda sem snerta á þjóðfélaginu Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis, ekki er nauðsynlegt að sitja ráðstefnuna í heild sinni Gestum er frjálst að koma til að hlusta á ákveðnar málstofur eða einstök erindi sem höfða sérstaklega til þeirra           […]

Allt frá byggðamálum til bankabasls

Árleg ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði sem haldin hefur verið víðsvegar um landið verður nú í Nýheimum á Höfn dagana 13. og 14. október. Á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri til að hlýða á fjölda fræðimanna kynna rannsóknir sínar á hinum ýmsu málefnum þjóðfélagsins. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt; menntun, trú, byggðaþróun, ferðaþjónusta og hnattvæðing eru aðeins nokkur […]

Á sjó – Áhugavert erindi í Gömlubúð á föstudag

Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri fór haustið 2016, ásamt um 600 nemum, í 18.000 sjómílna ferðalag. Ferðin tók fjóra mánuði í 24.000 tonna fljótandi háskóla. Heimsótt voru 12 lönd og siglt um fimm af heimshöfunum sjö.   Edward mætir í Gömlubúð föstudaginn 13. október klukkan 17:30 og segir frá ferð sinni. Í erindinu […]

Náms- og rannsóknarstyrkur

Nýheimar þekkingarsetur vill benda á styrkveitingu úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands. Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2017. Styrkurinn nemur 1.250.000 kr. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða […]

Samstarfssamningur undirritaður

Samstarfssamningur milli Nýheima þekkingarseturs og Þekkingarnets Þingeyinga var undirritaður í Nýheimum í gær. Megin markmið samningsins er að auka samvinnu stofnananna á breiðum grundvelli. Sér í lagi að auka samstarf stofnananna um ýmis verkefni og rannsóknir með áherslu á svæðisbundnar aðstæður og byggðamál.  

Uppbyggingarstjóður Suðurlands – opið fyrir umsóknir

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa til umsóknar styrki úr uppbyggingarsjóði Suðurlands. Sjóðurinn er samkeppnissjóður með það markmið að styðja við fjölbreytt verkefni á svæðinu. Horft er sérstaklega til verkefna sem efla fjölbreytileika atvinnulífsis, eru atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi, efla menningarstarf og listsköpum eða styðja við jákvæða samfélagsþróun á suðurlandi.  Umsóknafrestur í uppbyggingarsjóð er 16. október 2017.  Viljum við hvetja áhugasama til að hafa samband við Guðrúnu ráðgjafa á vegum SASS og verkefnastjóra í Nýheimum.  Frekari upplýsingar á heimasíðu SASS.