Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og […]

Stafræn samfélög – verkefni

Nýheimar þekkingarsetur hlaut í fyrsta sinn haustið 2020 styrk frá Rannís fyrir Erasmus+ verkefni. Setrið er því umsóknar- og ábyrgðaraðili verkefnisins en samstarfsaðilar eru sex talsins, frá fimm Evrópulöndum, þ.e. Búlgaríu, Hollandi, Svíþjóð, Spáni og Íslandi en þátttakendur frá Íslandi eru auk setursins og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefnið heitir Digital skills and competences of local communities […]

Óáþreifanlegur menningararfur í NICHE

Nýverið lauk verklið tvö í Erasmus+ verkefninu NICHE en í því fólst að samstarfsaðilar rýndu í raunverulegar aðstæður í störfum tengdum óáþreifanlegum menningararfi. Greind var þörf á þjálfun hjá viðkomandi stéttum og þróun geirans kortlögð. Hver þátttakandi greindi frá niðurstöðum um stöðuna í sínu landi og samantekt þessara þátta verður grunnur að verkþætti þrjú í verkefninu.   Markmið NICHE er að efla frumkvöðlastarfsemi á vettvangi óáþreifanlegs menningararfs með því að þróa þjálfunarleiðir og […]

Þjóðsögur – fundur

Síðustu vikuna hafa tveir starfsmenn setursins verið við vinnu á Spáni þar sem fram fór fundur í evrópska samstarfsverkefninu Þjóðsögur.   Fundurinn var haldin í Denia milli Alicante og Valencia hjá samstarfsaðila setursins Javier frá Tradigenia. Þetta var fyrsti fundur verkefnisins í raunheimum en verkefnið er til tveggja ára og hófst síðla árs 2020. Auk Íslands og Spánar eru samstarfsaðilar verkefnisins frá Svíþjóð, Hollandi og Búlgaríu.   Verkefninu Þjóðsögur miðar vel áfram […]

Nýir starfsmenn hjá Nýheimum þekkingarsetri

Nú í haust hafa þrír nýir starfsmenn bæst í hópinn hjá Nýheimum þekkingarsetri. Guðný Gígja Benediktsdóttir mun leysa Guðrúnu Ásdísi af á komandi vetri á meðan Guðrún verður í námsleyfi. Guðný Gígja er ferðamálafræðingur og hefur starfað í ferðaþjónustu í höfuðborginni undanfarinn áratug. Þá starfaði hún einnig sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði síðasta sumar með aðsetur […]