Uppskeruhátíð Matsjárinnar

Á dögunum var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna “masterclass” námskeiðs sem fór af stað í byrjun janúar 2022. Lagt var upp með að veita fræðslu til smáframleiðenda matvæla til að styðja þá í að auka verðmætasköpun, styrkja stöðu sína, efla framleiðslu, […]

Uppbyggingarsjóður Suðurlands: Úthlutun Styrkja Vor 2022

Samtök sunnlenskra sveitafélaga (SASS) hafa úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2022 og voru umsóknir 90 talsins að þessu sinni. Úthlutað var 35,9 m.kr. til 60 verkefna, þar af 17 verkefni í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 43 í flokki menningarverkefna.  Af þessum 60 verkefnum sem hlutu styrk eru 8 verkefni í Sveitafélaginu Hornafirði, 2 í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 6 í flokki […]

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð 2022. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt. Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum: Bára: Styrkir verkefni á hugmyndastigi, úr hugmynd í verkefni. Kelda: […]

Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi

woman, laptop, desk-1851464.jpg

“Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi” verður haldinn í fyrsta sinn fimmtudaginn 28. apríl 2022, frá kl. 10:00 – 17:00 á Hótel Selfossi. Svf. Árborg stendur að deginum í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands, Atorku og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA). Þema ráðstefnunnar er atvinnulífið, nýsköpun og menntun á Suðurlandi þar sem fyrirlesarar koma úr röðum atvinnurekanda, Samtökum atvinnulífsins, Rannís, FSu og Háskólafélags […]

NORA auglýsir verkefnastyrki 2022, fyrri úthlutun

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja og/eða strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2022. Í ár skulu umsóknir taka mið af […]