Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Rannsókn á þolmörkum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Náttúrustofu Suðausturlands. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með aðkomu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði sem og annarra fagstofnana og sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Könnuð eru þolmörk náttúru, […]

Gróska – félagslandbúnaður

Gróska – félagslandbúnaður Nýheimar þekkingarsetur sótti um og hlaut styrk frá Matvælasjóði fyrir samstarfsverkefni setursins, Grósku, Fab Lab-smiðju Hornafjarðar og SASS. Frumkvæði að verkefninu áttu stjórnarmenn í félaginu Grósku sem stofnað var í þeim tilgangi að byggja upp félagslandbúnað í Sveitarfélaginu Hornafirði. Með því vill félagið stuðla að sjálfbærri og lífrænni ræktun á svæðinu í […]

Umhverfis Hornafjörður

Umhverfis Hornafjörður er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Nýheima Þekkingarseturs, SASS og Vöruhússins, styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Megin markmið verkefnisins er að efla hringrásarhagkerfi á Hornafirði auk þess að skapa regnhlíf fyrir þau verkefni sem nú þegar eru í gangi á svæðinu í anda hringrásarhagkerfisins. Verkefnastjóri Nýheima Þekkingarseturs hefur umsjón með verkefninu en myndaður hefur verið […]

Byltingar og byggðaþróun: Hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun fjórðu iðnbyltingarinnar

Byltingar og byggðaþróun: Hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun fjórðu iðnbyltingarinnar Verkefnið Byltingar og byggðaþróun hlaut í maí 2020 styrk Byggðarannsóknarsjóðs til að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins og mögulegar leiðir til að nýta innviði þekkingarsetra til að mæta áskorunum og tækifærum byltingarinnar. Verkefnið var samstarfsverkefni Þekkingarnets Þingeyinga og Nýheima Þekkingaseturs. Stýrihópur verkefnisins var skipaður […]

Loftslag og leiðsögn

Nýheimar þekkingarsetur hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð unnið að gerð fræðsluefnis um loftslagsbreytingar. Verkefni þetta er liður í stærra samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs sem ber heitið Hörfandi jöklar sem unnið er í tengslum við sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Opposing Force

Þessi handbók um tól og tækni er ein helsta útkoman úr Erasmus+ Knowledge Sharing verkefninu sem ber heitið: Opposing Force – How to Combat the On-going Drain of Young Adults from Rural Areas – Mótstöðuafl – Hvernig skal sporna við atgervisflótta ungmenna af landsbyggðinni.  Verkefnið  miðar að því að finna leiðir til að virkja ungt […]