Nýheimar þekkingarsetur

Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur fjölbreyttra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Aðilar að setrinu eru meðal annars: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar, Háskólafélag Suðurlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrustofa Suðausturlands, Nýsköpunarmiðstöð, Ríki Vatnajökuls, Samband sunnlenskra sveitarfélaga, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður og Vöruhúsið. Nýheimar þekkingarsetur sameinar þessar stofnanir undir einum […]

Vöruhúsið

Vöruhúsið Vöruhúsið er list- og verkgreinahús þar sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt aðstöðu, sótt þekkingu og treyst tengslanet sitt á sviði sköpunar. Grunnskóli Hornafjarðar og Framhaldsskóli Austur- Skaftafellsýslu bjóða upp á formlegt nám í smíði, textíl, myndmennt, ljósmyndun og fatahönnun (fatasaum), málmsmíði. Áhersla er lögð á að einstaklingar geti stundað óformlegt nám í […]

Samband sunnlenskra sveitafélaga (SASS)

Samband sunnlenskra sveitafélaga (SASS) SASS eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Megin starfsemin felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélögin 15 sem eru aðilar að samtökunum. SASS veitir ýmsa aðra þjónustu sem tengist flest samningum og framlögum frá hinu opinbera og sveitarfélögunum á Suðurlandi. Ráðgjöf SASS hefur gert samstarfssamning við stofnanir vítt og breitt um Suðurland […]

Háskólafélag Suðurlands

Háskólafélag Suðurlands Háskólafélag Suðurlands er félag í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi. Markmið félagsins er að auka búsetugæði í héraðinu með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Leitast er við að vinna að þessum markmiðum með þrennum hætti– Bætt aðgengi að menntun, einkum á háskólastigi og í samvinnu við atvinnulífið– Efling rannsókna- og vísindastarfs í héraðinu – Einstök átaksverkefni byggð á […]

Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar

Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar Fræðslustjóri er framkvæmdastjóri fræðslusviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar og hefur yfirumsjón með starfsemi og rekstri leik- og grunnskóla og tónskóla í samráði við skólastjórnendur. Undir hann heyrir einnig sérfræðiþjónusta skóla og íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamál.          www.hornafjordur.is 470 8000 afgreidsla@hornafjordur.is Bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins HornafjaðarHafnarbraut 27780 Höfn

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsóknastofnun sem heyrir undir háskólaráð. Rannsóknir eru meginverkefni stofnunarinnar og rannsóknasetra háskólans víðs vegar um landið. Viðfangsefnin eru fjölbreytt en á meðal þeirra eru náttúruvísindi, lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, þjóðfræði og fornleifafræði. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við […]

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Menningarmiðstöð Hornafjarðar Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru sex safneiningar, byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka- og héraðsskjalasafn ásamt rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar. Byggða-, sjóminja- og náttúrugripasafn. Safninu er ætlað að safna minjum sem lýsa mannlífi héraðsins, það er heimilishaldi, félagslífi, samgöngum og atvinnuháttum, jafnt til sjávar og sveita með áherslu á Skaftfellskt efni sem einkennt hafa […]

Náttúrustofa Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða og starfar samkvæmt lögum nr. 60/1992. Hún er ein af átta náttúrustofum sem starfræktar eru á Íslandi og var sett á laggirnar árið 2013. Stofan er rekin af Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi með stuðningi ríkisins, en einnig afla starfsmenn ýmissa styrkja fyrir starf sitt. Á Náttúrustofunni […]

Matís

Matís Árið 2008 var Matarsmiðja Matís opnuð í tengslum við starfsstöðina á Höfn. Í smiðjunni býðst frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun og hefja smáframleiðslu á matvælum gegn vægu leigugjaldi. Þannig spara þeir fjárfestingu í dýrum tækjabúnaði strax í upphafi rekstrar. Með þessu gefst einstakt tækifæri til að prófa sig áfram bæði við framleiðsluna og á markaði. Sérstök […]

Ríki Vatnajökuls

Ríki Vatnajökuls Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands. Meginhlutverk hans er að vinna að markaðssetningu svæðisins með áherslu á vetrartímann. Svæðið nær frá Lómagnúp í vestri að Hvalnesi í austri og heyrir undir Sveitarfélagið Hornafjörð. Unnið er að framgangi verkefna sem stuðla að bættri grunngerð og betri gæðum svæðisins. Ríki Vatnajökuls sér […]