Nýheimar þekkingarsetur

Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur fjölbreyttra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Aðilar að setrinu eru meðal annars: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar, Háskólafélag Suðurlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrustofa Suðausturlands, Nýsköpunarmiðstöð, Ríki Vatnajökuls, Samband sunnlenskra sveitarfélaga, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður og Vöruhúsið. Nýheimar þekkingarsetur sameinar þessar stofnanir undir einum […]
Vöruhúsið

Vöruhúsið Vöruhúsið er list- og verkgreinahús þar sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt aðstöðu, sótt þekkingu og treyst tengslanet sitt á sviði sköpunar. Grunnskóli Hornafjarðar og Framhaldsskóli Austur- Skaftafellsýslu bjóða upp á formlegt nám í smíði, textíl, myndmennt, ljósmyndun og fatahönnun (fatasaum), málmsmíði. Áhersla er lögð á að einstaklingar geti stundað óformlegt nám í […]
Samband sunnlenskra sveitafélaga (SASS)

Samband sunnlenskra sveitafélaga (SASS) SASS eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Megin starfsemin felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélögin 15 sem eru aðilar að samtökunum. SASS veitir ýmsa aðra þjónustu sem tengist flest samningum og framlögum frá hinu opinbera og sveitarfélögunum á Suðurlandi. Ráðgjöf SASS hefur gert samstarfssamning við stofnanir vítt og breitt um Suðurland […]
Háskólafélag Suðurlands

Háskólafélag Suðurlands Háskólafélag Suðurlands er félag í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi. Markmið félagsins er að auka búsetugæði í héraðinu með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Leitast er við að vinna að þessum markmiðum með þrennum hætti– Bætt aðgengi að menntun, einkum á háskólastigi og í samvinnu við atvinnulífið– Efling rannsókna- og vísindastarfs í héraðinu – Einstök átaksverkefni byggð á […]
Fræðslu- og frístundasvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Fræðslu- og frístundasvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar Fræðslu- og frístundasvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur yfirumsjón með skólaþjónustu í leik-, grunn- og tónskóla, ásamt málefnum íþróttamiðstöðvar, frístundamálum ungmenna og kemur einnig að skipulagi og framkvæmd vinnuskólans. www.hornafjordur.is 470 8000 afgreidsla@hornafjordur.is Bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins HornafjaðarHafnarbraut 27780 Höfn
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsóknastofnun sem heyrir undir háskólaráð. Rannsóknir eru meginverkefni stofnunarinnar og rannsóknasetra háskólans víðs vegar um landið. Viðfangsefnin eru fjölbreytt en á meðal þeirra eru náttúruvísindi, lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, þjóðfræði og fornleifafræði. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans […]
Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Menningarmiðstöð Hornafjarðar Menningarmiðstöð Hornafjarðar er miðstöð menningar- atvinnu-, og ferðamála í sveitarfélaginu Hornafirði. Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru starfrækt sex söfn ásamt atvinnu-, ferða- og rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar. Söfnin eru byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka-, héraðsskjalasafn. Byggða-, sjóminja- og náttúrugripasafn. Safninu er ætlað að safna minjum sem lýsa mannlífi héraðsins, það er heimilishaldi, félagslífi, […]
Náttúrustofa Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða og starfar samkvæmt lögum nr. 60/1992. Hún er ein af átta náttúrustofum sem starfræktar eru á Íslandi og var sett á laggirnar árið 2013. Náttúrustofurnar hafa allar sama hlutverki að gegna en þær starfa á mismunandi landssvæðum. Starfssvæði Náttúrustofu Suðausturlands nær frá Mýrdalssandi í vestri og […]
Matís

Matís Árið 2008 var Matarsmiðja Matís opnuð í tengslum við starfsstöðina á Höfn. Í smiðjunni býðst frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun og hefja smáframleiðslu á matvælum gegn vægu leigugjaldi. Þannig spara þeir fjárfestingu í dýrum tækjabúnaði strax í upphafi rekstrar. Með þessu gefst einstakt tækifæri til að prófa sig áfram bæði við framleiðsluna og á markaði. Sérstök […]
Ríki Vatnajökuls

Ríki Vatnajökuls Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands. Meginhlutverk hans er að vinna að markaðssetningu svæðisins með áherslu á vetrartímann. Svæðið nær frá Lómagnúp í vestri að Hvalnesi í austri og heyrir undir Sveitarfélagið Hornafjörð. Unnið er að framgangi verkefna sem stuðla að bættri grunngerð og betri gæðum svæðisins. Ríki Vatnajökuls sér […]