Ársfundur Nýheima þekkingarseturs

Minnum á ársfund Nýheima þekkingarseturs á morgun, miðvikudaginn 18.apríl. Fundurinn er haldinn í sal Nýheima. Heitt á könnunni og allir velkomnir.   Dagskrá: 1) Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum Nýheima þekkingarseturs. a) Skýrsla stjórnar b) Ársreikningur Nýheima þekkingarseturs c) Tilnefningar í stjórn 2) Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir kynnir verkefni SASS 3) Önnur mál     Hvetjum alla […]

Löggæsla og samfélagið – Löggæsla í dreifbýli 

Nýheimar þekkingarsetur vill vekja athygli áhugasamra á ráðstefnu um löggæslu og samfélagið sem haldin verður miðvikudaginn 21. febrúar í Háskólanum á Akureyri. Á vef Háskóla Akureyrar segir um ráðstefnuna: Þema þessarar fyrstu ráðstefnu er löggæsla í dreifbýli. Alla jafna eru færri afbrot framin í dreifbýli en þéttbýli og endurspeglast þessi staðreynd í þeirri friðsælu hugsýn […]

Starfið í Nýheimum

Árið 2017 urðu Nýheimar 15 ára, þá er átt við bygginguna við Litlubrú 2. Starfsemi þar hófst haustið 2002 þegar Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) flutti úr Nesjaskóla í Nýheima. Frá þeim tíma hafa hinar ýmsu stofnanir haft aðstöðu á neðri hæð hússins, á Háskólagangi og Frumkvöðlagangi. Óhætt er að segja að nú sé kominn nokkuð […]

Starf verkefnastjóra hjá Nýheimum þekkingarsetri á Höfn í Hornafirði

Óskað er eftir öflugum aðila í starf verkefnastjóra hjá Nýheimum þekkingarsetri. Starfið er fjölþætt og heyrir undir forstöðumann setursins. Verkefnastjóri mun þó jafnframt sinna verkefnum fyrir Náttúrustofu Suðausturlands í tengslum við samstarfssamning stofnananna.   Helstu ábyrgðarsvið: Umsjón með stærri og smærri verkefnum Undirbúningur, skipulagning, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna í samræmi við stefnu setursins Verkefnavinna, þjónusta […]

Jólapróf háskólanema

Nýheimar þekkingarsetur hóf nýverið að þjónusta háskólanema með lestraraðstöðu og umsjón fjarprófa. Nú er fyrstu prófatíð Nýheima þekkingarseturs lokið og tóku 20 nemar alls 44 lokapróf. Flestir nemanna stunda fjarnám frá Háskóla Íslands eða Háskóla Akureyrar en einnig nutu Hornfirðingar sem stunda staðarnám þess að komast fyrr heim og taka sín próf í Nýheimum.    Prófatörnin gekk vel fyrir sig og voru tekin sjö próf samdægurs þegar mest var. Strax í byrjun janúar halda prófin áfram þegar sjúkra- og upptökupróf HÍ og HA fara fram. Þeir nemar sem áhuga hafa á að taka í framtíðinni sín próf í Nýheimum er bent á að skrá […]

Nýheimar þekkingarsetur hefur tekið við þjónustu við háskólanemendur

Undanfarin misseri hefur Háskólafélag Suðurlands í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands veitt háskólanemum á Hornafirði þjónustu í tengslum við próftöku og aðgang að lesaðstöðu í Nýheimum. Á fundum stjórna Háskólafélags Suðurlands og Nýheima Þekkingarseturs í október var ákveðið að Nýheimar Þekkingarsetur muni framvegis þjónusta háskólanema á Hornafirði. Háskólafélagið mun áfram vera aðili að Nýheimum þekkingarsetri og […]

Mannöld

Síðastliðna helgi var ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði haldin í Nýheimum. Í heimsókn til okkar kom fjöldi fræðafólks til að flytja fjölbreytt og áhugaverð erindi um verkefni sín og rannsóknir. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna og sömuleiðis viljum við þakka heimamönnum sem nýttu tækifærið og sóttu ráðstefnuna.

Allir velkomnir í Nýheima um helgina

Nú er loks komið að 11. ráðstefnunni um íslenska þjóðfélagsfræði sem búið er að bíða með mikilli eftirvæntingu síðan snemma árs. Tæplega 40 glæsilegir fyrirlestrar eru á dagskrá föstudag og laugardag í Nýheimum. Allir eru velkomnir, frítt er á viðburðinn og skráning óþörf. Hér má finna dagskrá  Hér má finna ágripahefti  

Dagskrá ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði

Nú gefst Hornfirðingum einstakt tækifæri til að hlýða á fjölda erinda sem snerta á þjóðfélaginu Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis, ekki er nauðsynlegt að sitja ráðstefnuna í heild sinni Gestum er frjálst að koma til að hlusta á ákveðnar málstofur eða einstök erindi sem höfða sérstaklega til þeirra           […]

Allt frá byggðamálum til bankabasls

Árleg ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði sem haldin hefur verið víðsvegar um landið verður nú í Nýheimum á Höfn dagana 13. og 14. október. Á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri til að hlýða á fjölda fræðimanna kynna rannsóknir sínar á hinum ýmsu málefnum þjóðfélagsins. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt; menntun, trú, byggðaþróun, ferðaþjónusta og hnattvæðing eru aðeins nokkur […]