Öflug ung forysta

Nýheimar þekkingarsetur vinnur að fjölbreyttum verkefnum en hefur meðal annars beint sjónum sínum að málefnum ungs fólks á Hornafirði. Niðurstöður fyrri verkefna hafa varpað ljósi á þörf ungmenna fyrir stuðning og valdeflingu og leggur setrið áherslu á að mæta þeim þörfum.  Nú í byrjun desember stóð setrið fyrir valdeflandi námskeiði fyrir ungt fólk sem bar heitið Öflug ung […]

Þekkingarsetur, uppbyggjandi afl í dreifðum byggðum

Nýheimar þekkingarsetur leggur í starfi sínu áherslu á samstarfsverkefni sem þjónað geta samfélaginu. Gott samstarf er milli stofnananna tólf sem eiga aðild að Nýheimum þekkingarsetri, einnig milli sveitarfélagsins og þekkingarsetursins og unnið er í því að styrkja tengsl við álíka stofnanir víðar um land sem og erlendis. Fátt er Nýheimum óviðkomandi en öll verkefni eru […]

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn í gær 10. apríl í Nýheimum en á dagskrá voru hefðbundin ársfundarstörf í samræmi við samþykktir setursins. Árið 2018 var fimmta heila starfsár Nýheima þekkingarseturs, tólf stofnanir eru aðilar að Nýheimum þekkingarsetri en við upphaf ársins voru starfsmenn þess þrír. Kristín Hermannsdóttir formaður til síðustu tveggja ára kynnti skýrslu stjórnar […]

Nýheimar þekkingarsetur þátttakandi í alþjóðlegum verkefnum

Nýheimar þekkingarsetur er nú að hefja samstarf í tveimur alþjóðlegum verkefnum, styrkt af Erasmus+ og bera þau heitin KNOW HUBs – þekkingarsetur, uppbyggjandi afl í dreifðum byggðum og SUSTAIN IT – Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfs.  KNOW HUBs – Þekkingarsetur, uppbyggjandi afl í dreifðum byggðum er samstarfsverkefni milli Nýheima þekkingarseturs og stofnana víða í Evrópu. Svíar fara með verkefnastjórn en aðrir samstarfsaðilar að verkefninu eru frá Rúmeníu, Spáni, […]

Ungt fólk og fjölbreytileiki – málþing í Nýheimum 

Í gær, fimmtudag, héldu Nýheimar þekkingarsetur og Vísindafélag Íslendinga málþing um ungt fólk og fjölbreytileika. Til umfjöllunar voru ýmis málefni sem varða ungt fólk og stöðu þess og var málþingið vel sótt.     Málþingið er haldið í tilefni aldarafmælis Vísindafélagsins og fullveldis Íslands þann 1. desember. Er þetta annað málþingið í röð sex málþinga um vísindi og […]

Háskólanemar velkomnir í Nýheima

Nýheimar þekkingarsetur hefur tekið við umsjón um námsaðstöðu og fjarpróf háskólanema af Háskólafélagi Suðurlands. Það er okkur mikið kappsmál að gera háskólanám sem aðgengilegast fyrir alla, hvort sem er í staðar- eða fjarnámi.    Eftirfarandi þjónusta er í boði fyrir háskólanema sem kjósa að gera námsaðstöðu samning við Nýheima þekkingarsetur: aðgangur að Nýheimum alla daga frá […]

Ungt fólk og fjölbreytileiki – málþing

  Nýheimar þekkingarsetur ásamt Vísindafélagi Íslendinga bjóða Hornfirðingum á málþing um ungt fólk og fjölbreytileika í Nýheimum fimmudaginn 20.september kl.16.  Allir velkomnir og heitt á könnunni. Til umfjöllunar verða ýmis mál sem varða ungt fólk og stöðu þess auk erinda um ungt fólk á Hornafirði og fjölmenningarmál í sveitarfélaginu.      Fyrirlesarar og erindi eru eftirfarandi: Hugrún Harpa Reynisdóttir, […]

Loftslag og leiðsögn

Nýheimar þekkingarsetur hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð unnið að gerð fræðsluefnis um loftslagsbreytingar sem nú er aðgengilegt á heimasíðunni okkar undir hlekknum “Loftslag og Leiðsögn – Climate and guidance” https://nyheimar.is/lifandi-kennslustofa/loftslag-og-leidsogn/. Er textinn bæði á íslensku og ensku og hann má einnig nálgast á pdf formi. Verkefni þetta er liður í stærra samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs sem ber heitið Hörfandi jöklar sem unnið er í […]

Nýr verkefnastjóri hjá Nýheimum þekkingarsetri

Sandra Björg Stefánsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Nýheimum þekkingarsetri. Þá hefur hún lokið meistaranámi í mannauðsstjórnun frá HÍ. Þá starfaði hún hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu ásamt því að sinna ýmsum félagsstörfum. Sandra Björg er nú flutt aftur til Hafnar ásamt manni sínum og árs gamalli dóttur.  

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs

Minnum á ársfund Nýheima þekkingarseturs á morgun, miðvikudaginn 18.apríl. Fundurinn er haldinn í sal Nýheima. Heitt á könnunni og allir velkomnir.   Dagskrá: 1) Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum Nýheima þekkingarseturs. a) Skýrsla stjórnar b) Ársreikningur Nýheima þekkingarseturs c) Tilnefningar í stjórn 2) Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir kynnir verkefni SASS 3) Önnur mál     Hvetjum alla […]