NICHE: Fræðsluefni fyrir þá sem starfa við óáþreifanlegan menningararf

Vísbendingar úr greiningarvinnu samstarfsaðila í NICHE benda til þess að hugtakið „menningararfur“ hafi breyst talsvert á undanförnum áratugum að hluta til vegna skilgreininga sem UNESCO hefur þróað. Mikilvægi óáþreifanlegs menningararfs er ekki endilega menningarlega birtingarmyndin sjálf heldur sú gnægð þekkingar og færni sem er miðlað í gegnum hann frá einni kynslóð til annarrar. Félagslegt og […]
Ársskýrsla Nýheima 2021

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs fór fram í fyrirlestrarsal Nýheima þann 24.mars. Auk hefðbundna aðalfundarstarfa kynnti Hugrún Harpa fostöðumaður stuttlega allan þann fjölda verkefna sem setrið vann að á síðasta ári auk þess sem Kristín Vala, verkefnastjóri setursins, fjallaði um þjónustu setursins við háskóla og háskólanema á Hornafirði, þá flutti Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, kynningu á […]
NICHE: Lokaniðurstöður úr alþjóðlegri greiningu.
Að tengja störf tengdum óáþreifanlegum menningararfi við EQF og ESCO: Lokaniðurstöður úr alþjóðlegri greiningu. Óáþreifanlegur menningararfur er kunnátta, venja, framsetning eða færni sem UNESCO telur til sem menningararf staðar; Það tekur til óefnislegra hugverka svo sem þjóðsagna, siða, hefða, trú, þekkingu og tungumáls. NICHE verkefnið (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship eða efling frumkvöðlastarfs á […]
Ungmennastarf í Nýheimum
Síðasta ár hefur Nýheimar þekkingarsetur staðið fyrir þremur ólíkum valdeflandi viðburðum fyrir ungmenni á svæðinu í gegnum evrópskt samstarfsverkefni sem styrkt er af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið KNOW HUBs fjallar um valdeflingu jaðarhópa og kaus setrið að leggja áherslu á unga fólkið enda hafa niðurstöður fyrri verkefna Nýheima sýnt að ungmenni í sveitarfélaginu telja sig […]
Upphafsfundur nýs verkefnis „Legends“

Nýheimar þekkingarsetur er aðili að nýju Evrópuverkefni sem styrkt er af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Ásamt setrinu koma fjórar aðrar stofnanir að verkefninu frá Svíþjóð, Hollandi, Spáni og Búlgaríu. Fyrsti fundur verkefnisins fór fram í fjarfundarformi í dag en fyrirhugað var að halda fundinn með öllum samstarfsaðilum á Höfn. Legends verkefnið hefur enn ekki fengið nafn […]
Nýr verkefnastjóri hjá Nýheimum þekkingarsetri
Eik Aradóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa hjá Nýheimum þekkingarsetri í fjölþjóðleg verkefni setursins. Eik útskrifaðist með Mag. Jur. gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2015. Hún býr hér á Höfn ásamt manni sínum og tveimur drengjum og hefur starfað í eigin fyrirtækjarekstri undanfarin ár. Við bjóðum Eik velkomna til starfa.
Opnað hefur verið umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands
Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi. Uppbyggingarsjóður Suðurlands byggir á Sóknaráætlun Suðurlands […]