HeimaHöfn

HeimaHöfn Nýtt samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar Ungt fólk og byggðafesta er sameiginlegt viðfangsefni landsbyggðarsamfélaga. Verkefnið er samstarfsverkefni þekkingarsetursins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar og er gott dæmi um það hvernig setrið vinnur með beinum hætti að eflingu byggðar og samfélags í Hornafirði. Þekkingarsetrið hefur nú um nokkurra ára skeið beint sjónum sínum að málefnum ungs […]

Hornafjörður, náttúrulega!

Hornafjörður, náttúrulega! Hornafjörður náttúrulega er verkefni á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem felur í sér innleiðingu samnefndrar heildarstefnu í starf allra stofnana sveitarfélagsins. Stefnan byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en fjórar stoðir stefnunnar eru umhverfis- og loftslagsmál, félagslegir þættir, hagsæld og stjórnarhættir. Þekkingarsetrið fór með verkefnastjórn og vann að verkefninu í nánu samstarfi við sviðsstjóra sveitarfélagsins […]

Starfastefnumót

Starfastefnumót Starfastefnumót var haldið í Nýheimum í annað sinn í október 2023. Tilgangur viðburðarins var að gera fjölbreytileika atvinnulífs svæðisins sýnilegan og bjóða fyrirtækjum á stefnumót við mögulega starfsmenn framtíðarinnar og samfélagið allt. Áhersla var lögð á fjölbreytt tækifæri til náms og starfa á svæðinu og að skapa umræðu um þróun starfaumhverfisins. Þá vildi setrið […]

SPECIAL

SPECIAL Markmið verkefnisins SPECIAL er gerð, framboð og hagnýting á nýstárlegu námsefni sem styður við þróun mjúkrar færni. Í SPECIAL verkefninu verða gerðar, þróaðar og prufukeyrðar námsáætlanir sem verða sveigjanlegar, eftirspurnarmiðaðar, notendamiðaðar og sniðnar að þörfum markhópsins. SPECIAL nýtir mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfni, styrkja starfsferil og styrkja sjálfstraust NEET (ungt fólk […]

Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Rannsókn á þolmörkum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Náttúrustofu Suðausturlands. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með aðkomu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði sem og annarra fagstofnana og sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Könnuð eru þolmörk náttúru, […]

Gróska – félagslandbúnaður

Gróska – félagslandbúnaður Nýheimar þekkingarsetur sótti um og hlaut styrk frá Matvælasjóði fyrir samstarfsverkefni setursins, Grósku, Fab Lab-smiðju Hornafjarðar og SASS. Frumkvæði að verkefninu áttu stjórnarmenn í félaginu Grósku sem stofnað var í þeim tilgangi að byggja upp félagslandbúnað í Sveitarfélaginu Hornafirði. Með því vill félagið stuðla að sjálfbærri og lífrænni ræktun á svæðinu í […]

Sjálfbærir norrænir bæir

Green redevelopment, competitive Nordic urban regions eða Sjálfbærir norrænir bæir. Verkefnið, sem var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar undir forystu Noregs, hafði að markmiði að móta sameiginlegan norrænan leiðarvísi sem hefur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Leiðarvísirinn er ætlaður litlum og meðalstórum bæjum sem vilja auka aðdráttarafl sitt og verða líflegt og sjálfbært þéttbýli. Sveitarfélagið Hornafjörður […]