SPECIAL

Markmið verkefnisins SPECIAL eru gerð, framboð og hagnýting á nýstárlegu námsefni sem styður við þróun mjúkrar færni. Í SPECIAL verkefninu verða gerðar, þróaðar og prufukeyrðar námsáætlanir sem verða sveigjanlegar, eftirspurnarmiðaðar, notendamiðaðar og sniðnar að þörfum markhópsins. SPECIAL nýtir mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfni, styrkja starfsferil og styrkja sjálfstraust NEET (ungt fólk sem […]

Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Rannsókn á þolmörkum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Náttúrustofu Suðausturlands. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með aðkomu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði sem og annarra fagstofnana og sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Könnuð eru þolmörk náttúru, […]

Gróska – félagslandbúnaður

Nýheimar þekkingarsetur sótti um og hlaut styrk frá Matvælasjóði fyrir samstarfsverkefni setursins, Grósku, Fab Lab smiðju Hornafjarðar og SASS. Frumkvæði að verkefninu áttu stjórnarmenn í félaginu Grósku sem stofnað var í þeim tilgangi að byggja upp félagslandbúnað í Sveitarfélaginu Hornafirði. Með því vill félagið stuðla að sjálfbærri og lífrænni ræktun á svæðinu í nánu samstarfi […]

Sjálfbærir norrænir bæir

Green redevelopment, competitive Nordic urban regions eða Sjálfbærir norrænir bæir. Verkefnið, sem var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar undir forystu Noregs, hafði að markmiði að móta sameiginlegan norrænan leiðarvísi sem hefur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Leiðarvísirinn er ætlaður litlum og meðalstórum bæjum sem vilja auka aðdráttarafl sitt og verða líflegt og sjálfbært þéttbýli. Sveitarfélagið Hornafjörður […]