Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi

woman, laptop, desk-1851464.jpg

“Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi” verður haldinn í fyrsta sinn fimmtudaginn 28. apríl 2022, frá kl. 10:00 – 17:00 á Hótel Selfossi. Svf. Árborg stendur að deginum í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands, Atorku og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA). Þema ráðstefnunnar er atvinnulífið, nýsköpun og menntun á Suðurlandi þar sem fyrirlesarar koma úr röðum atvinnurekanda, Samtökum atvinnulífsins, Rannís, FSu og Háskólafélags […]

Heimsókn í Nýheima

Í dag er 20 ára afmælisþing Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði haldið hátíðlegt. Meðal gesta á Höfn í tilefni dagsins eru fulltrúar rannsóknarsetra Háskóla Íslands um allt land, dr. Jón Atli rektor Háskóla Íslands og Áslaug Arna háskóla-. iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þorri fór með hópinn í kynningu um Nýheima og Vöruhúsið í dag og hittu […]

Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands er nágranni okkar í Nýheimum og forstöðumaður stofunnar situr í stjórn Nýheima þekkingarseturs. Náttúrustofan og þekkingarsetrið á í farsælu samstarfi og vinnur nú meðal annars í sameiningu að þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Núverandi forstöðumaður náttúrustofunnar, Kristín Hermannsdóttir, hefur sagt upp störfum og hefur dr. Lilja Jóhannesdóttir starfsmaður stofunnar verið ráðin í starfið. Á […]

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs 24.mars 2022

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs verður haldinn í sal Nýheima fimmtudaginn 24. mars kl. 15:00. Auk venjubundna aðalfundarstarfa flytur Kristín Vala, verkefnastjóri setursins, erindi um þjónustu við fjarnema og Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, kynnir niðurstöður verkefnisins Byltingar og byggðaþróun sem setrin unnu saman að. Allir velkomnir!

NORA auglýsir verkefnastyrki 2022, fyrri úthlutun

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja og/eða strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2022. Í ár skulu umsóknir taka mið af […]

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINARSJÓÐ SUÐURLANDS 2022, FYRRI ÚTHLUTUN

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða fyrri úthlutun 2022. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, og menningar á Suðurlandi. Umsækjendum er  bent á að kynna sér vel úthlutunarreglur sjóðsins, áherslur, markmið og mat á umsóknum sem má finna hér. Við bendum einnig á ráðgjafasíðu […]

Laust starf forstöðumanns Náttúrustofu Suðausturlands

Forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Stofan er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum og starfar eftir lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Starfssvæðið nær yfir Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp og er stofan með aðsetur á Höfn og starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri. Náttúrustofan hefur starfað frá 2013 og […]

Háskólafélag Suðurland er aðili að Nýheimum þekkingarsetri

Spennandi vetur framundan hjá Háskólafélagi Suðurlands Veturinn fór hressilega af stað hjá Háskólafélagi Suðurlands (HfSu) með nýjum verkefnum og nýju fólki, en félagið er meðal annars samstarfsaðili Nýheima þekkingarseturs í mörgum verkefnum. Sem áður er þungamiðja starfsins nemendaþjónusta en hún hefur aukist ár frá ári samhliða þróun og aukningu á framboði fjarnáms. Verkefni nemendaþjónustunnar eru […]

DAGUR LANDSBYGGÐAFYRIRTÆKJA #RURALBUSINESS

Digi2Market verkefnið stendur fyrir #ruralbusiness samfélagsmiðladegi þann 19. janúar 2022. Markmiðið er að vekja athygli á því frábæra fólki, þjónustu og vörum fyrirtækja í landsbyggðunum, sem stuðla að svæðisbundnum hagvexti og styðja við samfélög í landsbyggðunum. Við viljum ná eins mörgum með og við mögulega getum á Íslandi, Írlandi, Finnlandi, um alla Evrópu og víðar til […]

AWE-nýsköpunarhraðall fyrir konur

Tilvalið tækifæri að koma viðskiptahugmyndinni á laggirnar Allar konur geta sótt um í AWE hraðalinn Háskóli Íslands og Bandaríska sendiráðið á Íslandi leita nú að þátttakendum fyrir nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE) sem er sérstaklega ætlaður konum og hefst nú 3. febrúar og lýkur með útskrift þann 6. maí.  Bæði einstaklingar og lið geta […]