Óáþreifanlegur menningararfur í NICHE

Nýverið lauk verklið tvö í Erasmus+ verkefninu NICHE en í því fólst að samstarfsaðilar rýndu í raunverulegar aðstæður í störfum tengdum óáþreifanlegum menningararfi. Greind var þörf á þjálfun hjá viðkomandi stéttum og þróun geirans kortlögð. Hver þátttakandi greindi frá niðurstöðum um stöðuna í sínu landi og samantekt þessara þátta verður grunnur að verkþætti þrjú í verkefninu.   Markmið NICHE er að efla frumkvöðlastarfsemi á vettvangi óáþreifanlegs menningararfs með því að þróa þjálfunarleiðir og […]

Þjóðsögur – fundur

Síðustu vikuna hafa tveir starfsmenn setursins verið við vinnu á Spáni þar sem fram fór fundur í evrópska samstarfsverkefninu Þjóðsögur.   Fundurinn var haldin í Denia milli Alicante og Valencia hjá samstarfsaðila setursins Javier frá Tradigenia. Þetta var fyrsti fundur verkefnisins í raunheimum en verkefnið er til tveggja ára og hófst síðla árs 2020. Auk Íslands og Spánar eru samstarfsaðilar verkefnisins frá Svíþjóð, Hollandi og Búlgaríu.   Verkefninu Þjóðsögur miðar vel áfram […]

Nýir starfsmenn hjá Nýheimum þekkingarsetri

Nú í haust hafa þrír nýir starfsmenn bæst í hópinn hjá Nýheimum þekkingarsetri. Guðný Gígja Benediktsdóttir mun leysa Guðrúnu Ásdísi af á komandi vetri á meðan Guðrún verður í námsleyfi. Guðný Gígja er ferðamálafræðingur og hefur starfað í ferðaþjónustu í höfuðborginni undanfarinn áratug. Þá starfaði hún einnig sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði síðasta sumar með aðsetur […]

Rannsókn á þolmörkum Breiðamerkursands

Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022.   Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Lögð verður áhersla á fjögur svæði […]

LEGENDS – fréttabréf 2

Fréttabréf2

Legends verkefnið vinnur að þróun lykilhæfni með notkun óáþreifanlegs menningararfs, með því að skoða þjóðsögur og goðsagnir í Evrópu. Verkefnið miðar að fullorðnum einstaklingum búsettum í dreifbýli eða með skert tækifæri til náms. Legends býður upp á nýstárlegar kennsluaðferðir sem tvinna saman hefðbundnar þjóðsögur og goðsagnir og þróun á lykilhæfniþáttum fullorðinna einstaklinga. Nú er fyrsta […]

Staða og líðan ungs fólks í Sveitarfélaginu Hornafirði – könnun

Staða og líðan ungs fólks hefur verið mikið í brennidepli undanfarin ár og umfjöllun um álag, geðheilbrigði og kynbundin mun verið hávær. Rannsóknarverkefnið Staða og líðan ungs fólks í landbyggðarsamfélagi hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna í ár og leggur Dr. Anna Guðrún Edvardsdóttir spurningakönnun fyrir ungt fólk í Sveitarfélaginu Hornafirði. Leitað er eftir svörum ungs […]

Stafræn samfélög – fréttabréf 2

Fyrsta verkþætti Stafrænna Samfélaga er nú að ljúka og hafa samstarfsaðilar verkefnisins skilaðinn gögnum og úrvinnslu frá rannsóknarvinnu sinni, bæði fræðilegri og verklegri .Fræðilegi þátturinn tekur saman greiningu á opinberri stafrænni þjónustuí þátttökulöndunum en verklegi þátturinn fólst í vettvangsrannsóknum til greiningar á þeirri stafrænni þjónustu sem eldri borgarar telja sig þurfa fræðslu um. Alls svöruðu […]

Ársfundur og ársskýrsla 2020

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn fyrr í dag og nú eingögnu með rafrænum hætti. Frá mörgu var að segja en þótt starfsárið 2020 hafi boðið uppá nýjar áskoranir jókst enn umfang starfseminnar á árinu og nú vegna góðs árangurs í styrkjasókn í erlenda samkeppnissjóði. Slíkur árangur er ekki sjálfgefinn þar sem samkeppni er mikil. Setrið […]

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs

Ársfundur setursins verður haldin kl. 15 fimmtudaginn 15. apríl. Ákveðið hefur verið að halda hann eingöngu með rafrænum hætti sökum fjöldatakmarkana, áfram eru þó allir velkomnir. Skráning er nauðsynleg en þá fær viðkomandi hlekk á fundinn. Óþarfi er að hala niður forritinu eða skrá sig á Teams og ættu því allir að geta fylgst með […]