Vel heppnað Piparkökuleirkvöld með Hönnu Dís

Vel heppnað Piparkökuleirkvöld með Hönnu Dís Þann 18. nóvember síðastliðinn var haldið vel heppnað piparkökuleirkvöld! Viðburðurinn vakti mikla lukku og var þátttaka góð. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá fjölskyldur njóta saman, þar sem börn og foreldrar leiruðu, skáru út, skreyttu og máluðu sínar eigin “piparkökur” úr leir. Allir fóru heim með bros á vör. […]

Frumkvöðladagur í Hornafirði – Frábær mæting og skapandi stemning!

Frumkvöðladagur í Hornafirði – Frábær mæting og skapandi stemning! Í gær, 12. september, stóð Nýsköpunarnet Hornafjarðar fyrir áhugaverðum frumkvöðladegi þar sem íbúum sveitarfélagsins bauðst tækifæri til að hitta nokkra af frumkvöðlum sveitarfélagsins og fræðast um störf þeirra. Mæting var góð og sköpuðust skemmtilegar umræður um nýsköpun, skapandi lausnir og atvinnutækifæri í Hornafirði. Frumkvöðladagurinn hófst hjá […]

Frumkvöðladagur í Hornafirði

Frumkvöðladagur í Hornafirði Þann 12. september kl. 15:00-17:00 býður Nýsköpunarnet Hornafjarðar öllum íbúum að taka þátt í spennandi frumkvöðladegi. Viðburðurinn byrjar í Vöruhúsinu og síðan göngum við saman um bæinn og kíkjum í heimsókn til ýmissa frumkvöðla. Gestir munu fá tækifæri til að kynnast frumkvöðlum á svæðinu og sjá hvernig hugmyndir þeirra hafa orðið að […]

Evrópurútan á ferð um landið

Evrópurútan á ferð um landið Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar […]

Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi

woman, laptop, desk-1851464.jpg

“Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi” verður haldinn í fyrsta sinn fimmtudaginn 28. apríl 2022, frá kl. 10:00 – 17:00 á Hótel Selfossi. Svf. Árborg stendur að deginum í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands, Atorku og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA). Þema ráðstefnunnar er atvinnulífið, nýsköpun og menntun á Suðurlandi þar sem fyrirlesarar koma úr röðum atvinnurekanda, Samtökum atvinnulífsins, Rannís, FSu og Háskólafélags […]

Nýheimar þekkingarsetur hefur tekið við þjónustu við háskólanemendur

Undanfarin misseri hefur Háskólafélag Suðurlands í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands veitt háskólanemum á Hornafirði þjónustu í tengslum við próftöku og aðgang að lesaðstöðu í Nýheimum. Á fundum stjórna Háskólafélags Suðurlands og Nýheima Þekkingarseturs í október var ákveðið að Nýheimar Þekkingarsetur muni framvegis þjónusta háskólanema á Hornafirði. Háskólafélagið mun áfram vera aðili að Nýheimum þekkingarsetri og […]

Mannöld

Síðastliðna helgi var ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði haldin í Nýheimum. Í heimsókn til okkar kom fjöldi fræðafólks til að flytja fjölbreytt og áhugaverð erindi um verkefni sín og rannsóknir. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna og sömuleiðis viljum við þakka heimamönnum sem nýttu tækifærið og sóttu ráðstefnuna.

Allir velkomnir í Nýheima um helgina

Nú er loks komið að 11. ráðstefnunni um íslenska þjóðfélagsfræði sem búið er að bíða með mikilli eftirvæntingu síðan snemma árs. Tæplega 40 glæsilegir fyrirlestrar eru á dagskrá föstudag og laugardag í Nýheimum. Allir eru velkomnir, frítt er á viðburðinn og skráning óþörf. Hér má finna dagskrá  Hér má finna ágripahefti  

Dagskrá ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði

Nú gefst Hornfirðingum einstakt tækifæri til að hlýða á fjölda erinda sem snerta á þjóðfélaginu Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis, ekki er nauðsynlegt að sitja ráðstefnuna í heild sinni Gestum er frjálst að koma til að hlusta á ákveðnar málstofur eða einstök erindi sem höfða sérstaklega til þeirra           […]

Allt frá byggðamálum til bankabasls

Árleg ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði sem haldin hefur verið víðsvegar um landið verður nú í Nýheimum á Höfn dagana 13. og 14. október. Á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri til að hlýða á fjölda fræðimanna kynna rannsóknir sínar á hinum ýmsu málefnum þjóðfélagsins. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt; menntun, trú, byggðaþróun, ferðaþjónusta og hnattvæðing eru aðeins nokkur […]