Uppskeruhátíð Matsjárinnar

Á dögunum var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna “masterclass” námskeiðs sem fór af stað í byrjun janúar 2022. Lagt var upp með að veita fræðslu til smáframleiðenda matvæla til að styðja þá í að auka verðmætasköpun, styrkja stöðu sína, efla framleiðslu, […]

Ársskýrsla Nýheima 2021

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs fór fram í fyrirlestrarsal Nýheima þann 24.mars. Auk hefðbundna aðalfundarstarfa kynnti Hugrún Harpa fostöðumaður stuttlega allan þann fjölda verkefna sem setrið vann að á síðasta ári auk þess sem Kristín Vala, verkefnastjóri setursins, fjallaði um þjónustu setursins við háskóla og háskólanema á Hornafirði, þá flutti Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, kynningu á […]

Mikið um að vera hjá setrinu

Síðasta vika hefur verið viðburðarík hjá starfsfólki setursins.  Verkefnastjórar setursins Guðný Gígja og Anna héldu á þriðjudaginn 22. mars áhugaverðan súpufund í hádeginu og kynntu verkefni sitt sem kallast Gróska. Gróskuverkefnið hlaut styrk úr Matvælasjóði og er í samstarfi við Vöruhúsið og SASS en var að frumkvæði stjórnarmanna í félaginu \”Grósku félagslandsbúnaði\”. Styrkurinn sem hlaust […]

Heimsókn í Nýheima

Í dag er 20 ára afmælisþing Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði haldið hátíðlegt. Meðal gesta á Höfn í tilefni dagsins eru fulltrúar rannsóknarsetra Háskóla Íslands um allt land, dr. Jón Atli rektor Háskóla Íslands og Áslaug Arna háskóla-. iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þorri fór með hópinn í kynningu um Nýheima og Vöruhúsið í dag og hittu […]

Samtök þekkingarsetra funda með ráðherra

Fyrirhugað var að halda fyrsta ársfund nýstofnaðra Samtaka þekkingarsetra á Höfn í síðustu viku en vegna aðstæðna í samfélaginu var ákvðeið að halda fundinn í fjarfundaformi að þessu sinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra var sérstakur gestur fundarins. Auk Nýheima þekkingarseturs eru Asturbrú, Þekkingarnet Þingeyinga, Þekkingarsetur Suðurnesja, Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Háskólafélag Suðurland og Þekkingarsetur Blönduósi aðilar […]

Nýr verkefnastjóri hjá Nýheimum þekkingarsetri

Eik Aradóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa hjá Nýheimum þekkingarsetri í fjölþjóðleg verkefni setursins. Eik útskrifaðist með Mag. Jur. gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2015. Hún býr hér á Höfn ásamt manni sínum og tveimur drengjum og hefur starfað í eigin fyrirtækjarekstri undanfarin ár. Við bjóðum Eik velkomna til starfa.

Opnað hefur verið umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki  atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi. Uppbyggingarsjóður Suðurlands byggir á Sóknaráætlun Suðurlands […]