Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi
Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir náttúrufræðing til starfa. Um er að ræða fullt starf sem fer fram bæði í vettvangsrannsóknum og við úrvinnslu gagna og skýrsluskrif. Starfið mótast af sérþekkingu umsækjanda og getur m.a. snúið að þróun nýrra verkefna á sviði náttúrurannsókna. Náttúrustofa Suðausturlands sinnir fjölbreyttum náttúrufarsrannsóknum, t.d. á fuglum, gróðri, kolefnisflæði, jöklum og landformum. Menntunar- […]
Vorpróf háskólanna í Nýheimum
Vorpróf háskólanna í Nýheimum Í dag hefst lokaprófatörn háskólanna hjá Nýheimum þekkingarsetri. Frá því setrið hóf að þjónusta háskólanema haustið 2017 hefur fjöldi prófa á önn verið mjög breytilegur, frá engum (v/Covid) og hátt upp í 80.Háskólarnir hafa brugðist við covid með mismunandi hætti en gera má ráð fyrir því að aukin áhersla sé nú […]
Uppskeruhátíð Matsjárinnar
Á dögunum var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna “masterclass” námskeiðs sem fór af stað í byrjun janúar 2022. Lagt var upp með að veita fræðslu til smáframleiðenda matvæla til að styðja þá í að auka verðmætasköpun, styrkja stöðu sína, efla framleiðslu, […]
NICHE: Fræðsluefni fyrir þá sem starfa við óáþreifanlegan menningararf
Vísbendingar úr greiningarvinnu samstarfsaðila í NICHE benda til þess að hugtakið „menningararfur“ hafi breyst talsvert á undanförnum áratugum að hluta til vegna skilgreininga sem UNESCO hefur þróað. Mikilvægi óáþreifanlegs menningararfs er ekki endilega menningarlega birtingarmyndin sjálf heldur sú gnægð þekkingar og færni sem er miðlað í gegnum hann frá einni kynslóð til annarrar. Félagslegt og […]
Ársskýrsla Nýheima 2021
Ársfundur Nýheima þekkingarseturs fór fram í fyrirlestrarsal Nýheima þann 24.mars. Auk hefðbundna aðalfundarstarfa kynnti Hugrún Harpa fostöðumaður stuttlega allan þann fjölda verkefna sem setrið vann að á síðasta ári auk þess sem Kristín Vala, verkefnastjóri setursins, fjallaði um þjónustu setursins við háskóla og háskólanema á Hornafirði, þá flutti Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, kynningu á […]
Uppbyggingarsjóður Suðurlands: Úthlutun Styrkja Vor 2022
Samtök sunnlenskra sveitafélaga (SASS) hafa úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2022 og voru umsóknir 90 talsins að þessu sinni. Úthlutað var 35,9 m.kr. til 60 verkefna, þar af 17 verkefni í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 43 í flokki menningarverkefna. Af þessum 60 verkefnum sem hlutu styrk eru 8 verkefni í Sveitafélaginu Hornafirði, 2 í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 6 í flokki […]
NICHE: Lokaniðurstöður úr alþjóðlegri greiningu.
Að tengja störf tengdum óáþreifanlegum menningararfi við EQF og ESCO: Lokaniðurstöður úr alþjóðlegri greiningu. Óáþreifanlegur menningararfur er kunnátta, venja, framsetning eða færni sem UNESCO telur til sem menningararf staðar; Það tekur til óefnislegra hugverka svo sem þjóðsagna, siða, hefða, trú, þekkingu og tungumáls. NICHE verkefnið (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship eða efling frumkvöðlastarfs á […]
Stafræn samfélög
Nýheimar Þekkingarsetur tekur þátt í Erasmus verkefninu ,,Stafræn samfélög“ ásamt 5 samstarfsaðilum frá 4 Evrópulöndum. Verkþætti tvö í verkefninu er að ljúka en þar bjó samstarfaðili okkar í Hollandi til 4 ,,vegvísa“ og 5 myndbönd fyrir hvert land, sem leiðbeina eiga eldra fólki í gegnum þær heimasíður/opinbera þjónustu sem það taldi mikilvægt að kunna á […]
Sustainable verkefni
Sustainable Verkefnið Sustainable eða Sjálfbærni hófst í lok árs 2020 og vinnur setrið að verkefninu í samstarfi við stofnanir í Svíþjóð, Belgíu, Írlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Spáni og Rúmeníu. Sustainable verkefnið er til tveggja ára og er styrkt af Erasmus+. Megin markmið verkefnisins er að skapa heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna vægi í nálgun og aðferðum í fræðslu […]
Mikið um að vera hjá setrinu
Síðasta vika hefur verið viðburðarík hjá starfsfólki setursins. Verkefnastjórar setursins Guðný Gígja og Anna héldu á þriðjudaginn 22. mars áhugaverðan súpufund í hádeginu og kynntu verkefni sitt sem kallast Gróska. Gróskuverkefnið hlaut styrk úr Matvælasjóði og er í samstarfi við Vöruhúsið og SASS en var að frumkvæði stjórnarmanna í félaginu \”Grósku félagslandsbúnaði\”. Styrkurinn sem hlaust […]