SPECIAL

Markmið verkefnisins SPECIAL eru gerð, framboð og hagnýting á nýstárlegu námsefni sem styður við þróun mjúkrar færni. Í SPECIAL verkefninu verða gerðar, þróaðar og prufukeyrðar námsáætlanir sem verða sveigjanlegar, eftirspurnarmiðaðar, notendamiðaðar og sniðnar að þörfum markhópsins. SPECIAL nýtir mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfni, styrkja starfsferil og styrkja sjálfstraust NEET (ungt fólk sem […]

Legends – Þjóðsögur

Legends – þjóðsögur Heiti verkefnisins er “Legends: Intangible heritage and intergenerational learning for key competences training for adults from rural and isolated areas”, eða Þjóðsögur. Því meira sem nútíma samfélög og hagkerfi taka breytingum m.a. sökum alþjóðavæðingar og tækniframfara treysta þau sífellt meira á menntun og hæfni fólks. Lykilhæfniþættir fyrir persónulegan þroska, ráðningarhæfni og samfélagsþátttaka eru […]

Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi

Staða Og Líðan Ungra Karlmanna í Landsbyggðarsamfélagi Umfjöllun um slakt námsgengi drengja innan skólakerfisins hefur verið nokkuð áberandi undanfarið þar sem áherslan hefur verið á umfjöllun um slaka lestrarkunnáttu þeirra en drengir standa verr að vígi en stúlkur í þeim efnum (Guðrún Hálfdánardóttir, 2019). Þá hefur Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Háskólann […]

Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Rannsókn á þolmörkum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Náttúrustofu Suðausturlands. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með aðkomu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði sem og annarra fagstofnana og sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera áætlun um hvernig tryggja megi sjálfbæra þróun þess. Könnuð eru þolmörk náttúru, […]

Byltingar og byggðaþróun: Hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun fjórðu iðnbyltingarinnar

  Verkefnið Byltingar og byggðaþróun hlaut í maí 2020 styrk Byggðarannsóknarsjóðs til að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins og mögulegar leiðir til að nýta innviði þekkingarsetra til að mæta áskorunum og tækifærum byltingarinnar. Verkefnið var samstarfsverkefni Þekkingarnets Þingeyinga og Nýheima Þekkingaseturs. Stýrihópur verkefnisins var skipaður þeim Óla Halldórssyni, Lilju Berglindi Rögnvaldsdóttur og Hugrúnu […]

Gróska – félagslandbúnaður

Nýheimar þekkingarsetur sótti um og hlaut styrk frá Matvælasjóði fyrir samstarfsverkefni setursins, Grósku, Fab Lab smiðju Hornafjarðar og SASS. Frumkvæði að verkefninu áttu stjórnarmenn í félaginu Grósku sem stofnað var í þeim tilgangi að byggja upp félagslandbúnað í Sveitarfélaginu Hornafirði. Með því vill félagið stuðla að sjálfbærri og lífrænni ræktun á svæðinu í nánu samstarfi […]

Sustainable

Sustainable Umbreyting í átt til sjálfbærni er alþjóðleg áskorun sem tekur til menntunar, félagslegra, efnahagslegra og pólitískra þátta samfélagsins. Þar sem áskoranirnar spanna allar víddir nútíma samfélags er sérstaklega mikilvægt að mæta þeim með heildstæðum og hnattrænum hætti. Svo hægt sé að grípa til aðgerða er lykilatriði að auka skilning á viðfangsefninu og því er […]

Stafræn hæfni og færni samfélaga á landsbyggðinni

Stafræn hæfni og færni samfélaga á landsbyggðinni Nýheimar Þekkingarsetur tekur þátt í verkefninu Digital skills and competences of local communities in rural areas sem á íslensku gæti útlagst sem Stafræn hæfni og færni samfélaga á landsbyggðinni. Í daglegu tali gengur verkefnið undir heitinu Stafræn samfélög. Verkefnið er unnið í samstarfi sex aðila sem koma frá […]

NICHE

Nýheimar Þekkingarsetur tekur þátt í verkefninu NICHE – Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship sem á íslensku mætta þýða sem Frumkvöðlastarf um óáþreyfanlegan menningararf. Verkefnið er styrkt af Erasmus+, Samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið miðar að því að efla frumkvöðlastarf í menningargeiranum með því að leggja aukna áherslu á óáþreyfanlegan menningararf og þróa nýstárlegar aðferðir í kennslu […]

Sjálfbærir norrænir bæir

Green redevelopment, competitive Nordic urban regions eða Sjálfbærir norrænir bæir. Verkefnið, sem var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar undir forystu Noregs, hafði að markmiði að móta sameiginlegan norrænan leiðarvísi sem hefur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Leiðarvísirinn er ætlaður litlum og meðalstórum bæjum sem vilja auka aðdráttarafl sitt og verða líflegt og sjálfbært þéttbýli. Sveitarfélagið Hornafjörður […]